Búlgaría

Fólksfjöldi: Tæplega 7 milljónir

Tungumál: Búlgarska

Gjaldmiðill: Leva

Höfuðborg: Sófía

Country Flag

Lýðveldið Búlgaría (búlgarska България, Република България Republika Bălgarija) er land í Suðaustur-Evrópu við strönd Svartahafs. Höfuðborg landsins heitir Sófía. Eftir seinni heimsstyrjöldina varð Búlgaría hluti af Austurblokkinni. Eftir hrun Járntjaldsins 1989 var flokksræði afnumið og ný stjórnarskrá samþykkt árið 1991. Landið gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu árið 2004 og Evrópusambandinu árið 2007.

Að sækja um

Búlgarskir háskólar hafa lengi staðið framarlega í raunvísindum og tæknifræði. Fjöldi erlendra nemenda hefur aukist á undanförnum árum, enda eru skólagjöldin lág og ódýrt að búa í landinu. Langflest nám í landinu fer fram á búlgörsku en framboð á námi á ensku, þýsku og frönsku hefur aukist á undanförnum árum. Fyrir þá sem vilja stunda nám á búlgörsku, er boðið upp á eins árs undirbúningsnám í tungumálinu. Að því loknu taka nemendur próf og þurfa að ná a.m.k. þrepi B2 á evrópska tungumálakvarðanum. Flestir erlendir nemar leggja stund á læknisfræði, eins og í svo mörgum öðrum löndum í Austur-Evrópu. Taka þarf inntökupróf og er hægt að fá nánari upplýsingar um það hjá Interhecs.

Auk hefðbundinna háskóla, eru margir tækniskólar í Búlgaríu og einnig eru þar reknir skólar sem bjóða upp á styttra nám á háskólastigi.

Skólaárið er frá september og fram í júní

Námsgráður

Námsgráður í Búlgaríu fylgja hinum evrópska Bologna staðli sem þýðir að boðið er upp á bakkalárnám, meistaranám og doktorsnám.

Skólagjöld

Skólagjöld í Búlgaríu eru afar misjöfn eftir bæði skólum og fögum. Læknisfræði kostar 5.000-8000 € á ári og tækninám frá 2.900-3.500 €, svo gefin séu dæmi.

Leit að námi

Listi yfir háskóla í Búlgaríu

Nám á ensku

Upplýsingar um nám á ensku, þýsku og frönsku.

Menntasjóður

Fáir Íslendingar hafa hingað til stundað nám í Búlgaríu og því eru búlgarskir háskólar ekki á skrá hjá Menntasjóði. Hægt er að sækja um að einstökum skólum verði bætt á þann lista, ef nám þar er sambærilegt því sem þekkist hér á landi.

Að flytja til

Húsnæði:

Húsaleiga er afar lág í Búlgaríu en erfitt kann að reynast að finna húsnæði. Flestir háskólanna reka eigin stúdentagarða og þar er hægt að fá herbergi fyrir um 45 € á mánuði. Leiga á lítilli íbúð getur kostað 500-1.000 € á mánuði.

Dvalarleyfi:

Sækja skal um námsmannaáritun í búlgarska sendiráðinu í Osló og síðan dvalarleyfi hjá Útlendingaeftirlitinu í Sófíu við komuna til landsins.

Nauðsynleg fylgigögn:

  • ljósrit af tveim fyrstu opnunum í vegabréfinu
  • leigusamningur fyrir húsnæði
  • evrópska sjúkratryggingarkortið
  • sönnun þess að námsmaðurinn geti séð fyrir sér (frá Menntasjóði eða banka)
  • staðfesting háskóla á nemendaplássi og kvittun fyrir skólagjöldum
  • hreint sakavottorð sem þýtt hefur verið á búlgörsku af löggiltum skjalaþýðanda
  • greiðsla fyrir áritunina (10 leva).

Sendiráð:

Íslenskt sendiráð er í Kaupmannahöfn og búlgarskt sendiráð er í Osló

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar