Grikkland

Fólksfjöldi: 10,4 milljónir

Tungumál: Gríska

Gjaldmiðill: Evra

Höfuðborg: Aþena

Country Flag

Grikkland er land í Suðaustur-Evrópu á suðurenda Balkanskaga. Landið skiptist í níu landfræðileghéruð: Makedóníu, Mið-Grikkland, Pelopsskaga, Þessalíu, Epírus, Eyjahafseyjar (þar á meðal Dodecanese og Hringeyjar), Þrakíu, Krít og jónísku eyjarnar. Um 80% landsins er fjalllendi og hæsti tindur þess er Ólympusfjall sem nær 2.917 metra hæð. Saga Grikklands er löng og merkileg og landið er gjarnan álitið vera vagga vestrænnar siðmenningar og grísk menning hafði mikil áhrif um allan heim. Nútímaríkið Grikkland var stofnað eftir ellefu ára sjálfstæðisstríð Grikklands gegn Tyrkjaveldi sem lauk með formlegri viðurkenningu sjálfstæðis árið 1832.

Að sækja um

Skólaárið í grískum háskólum hefst 1. september og stendur til 1. júlí. Það skiptist í tvö misseri sem eru hvort um sig 13  vikur.  Aðgangskröfur eru íslenskt stúdentspróf og gera má ráð fyrir að þurfa að taka inntökupróf. Allir háskólar í Grikklandi eru ríkisreknir. Á Study in Greece er að finna lista yfir gríska háskóla.

Um er að ræða tvenns konar háskóla: Panepistímio (almenna háskólar) eða Universitatis, sem eru 24 talsins og Technologiká Ekpaideftiká Idrímata (tækniskóla) sem kenna aðallega verkfræði og læknisfræði. Einnig finnast aðrir skólar á háskólastigi sem kenna listir og ferðamálafræði.

Erlendir nemendur eiga að sækja um í gegnum sérstaka vefgátt. Athugið að beðið er um mikinn fjölda fylgigagna sem þýdd hafa verið á grísku, þannig að nauðsynlegt er að gefa sér nægan tíma í ferlinu. Krafist er umtalsverðrar grískukunnáttu (B2 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum) og þarf að leggja fram prófskírteini henni til sönnunar. Sjá ítarlegar upplýsingar um umsóknarferli og fylgigögn á Study in Greece.

Upplýsingar um nám á öllum námsstigum kennt á öðrum tungumálum en grísku.

Meistaranám kennt á ensku.

Námsgráður

Grikkland hefur aðlagað menntakerfið að Bologna ferlinu og því eru námsgráður bakkalár (3 ár) meistari (2 ár) og doktor (2-3 ár).

Skólagjöld

Skólagjöld eru yfirleitt engin í grísku háskólana, þó eru einstaka undantekningar, aðallega í framhaldsnámi (á masters- og doktorsstigi) og í fjarnámi í The Hellenic Open University.

Leit að námi

Háskólar í Grikklandi.

Study in Greece – leitarvél.  Hægt er að velja nám annars vegar á á bakkalárstigi og hins vegar á meistarastigi, velja ákveðna námsleið og síðan hvort námið á að fara fram á grísku eða ensku.

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið. 

Nám á ensku

Mjög lítið er um nám kennt á ensku í Grikklandi en þó hefur framboð aukist aðeins á undanförnum árum.

Leita að námi á Study in Greece. Hægt er að velja nám annars vegar á á bakkalárstigi og hins vegar á meistarastigi, velja ákveðna námsleið og nám á ensku.

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði.

Að flytja til

Dvalarleyfi:

Grikkland er á Evrópska efnahagssvæðinu og þá gilda eftirfarandi reglur:

Þegar komið er út þarf að skrá sig inn í landið. Þá er mikilvægt að hafa með sér vottorð um skólavist (acceptance letter) og fjárhagsvottorð (t.d. frá Menntasjóði eða banka) um að þú getir fjármagnað dvöl þína í landinu. Einnig er mikilvægt að hafa með sér Evrópska sjúkratryggingakortið og gilt vegabréf.

Húsnæði:

Best er að byrja á því að fá upplýsingar um stúdentagarða eða annað húsnæði hjá skólanum sem stunda á nám við.

Nokkrar almennar húsnæðisleitarsíður fyrir stúdenta:

Gabino Home

Erasmusu

Stacs

Home Greek Home

Sjá einnig CasaSwap.com – International youth & student accommodation network. Hérna geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu.

Sendiráð:

Bæði íslenska og gríska sendiráðið eru í Osló. 

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar