Holland
Fólksfjöldi: 17,2 milljónir
Tungumál: Hollenska, frísneska
Gjaldmiðill: Evra
Höfuðborg: Amsterdam (öll stjórnsýsla er í Haag)
Konungsríkið Holland (Koninkrijk der Nederlanden) er vesturevrópskt land við Norðursjó. Það er 41.548 km² að stærð og er stór hluti þess neðan sjávarmáls. Landið var efnahagslegt stórveldi frá 16. öld til 18. aldar. Í Hollandi eru töluð tvö viðurkennd tungumál: hollenska og frísneska. Bæði tungumálin eru vesturgermönsk og náskyld þýsku. Margir Íslendingar stunda nám í Hollandi í bæði listgreinum og almennu háskólanámi.
Að sækja um
20 háskólar eru starfræktir í Hollandi. Skólaárið er frá september til júní og skiptist í tvær annir. Mjög margir háskólanna bjóða nám í bæði myndlist og tónlist auk hefðbundinna háskólagreina.
Umsóknarferlið er misjafnt eftir skólum. Mjög oft er bæði sótt um í gegnum rafrænt ferli (Studielink) en síðan þarf að senda pappírana til þess skóla sem sótt er um. Best er að hafa samband við viðkomandi skóla til að fá upplýsingar um umsóknarferlið. Saxion háskóli hefur sett margvíslegar upplýsingar á ensku á netið um hvernig á að nota Studielink sem getur ugglaust gagnast nemendum annarra skóla. Yfirleitt er umsóknarfrestur til 15. maí en það er um að gera að sækja um sem allra fyrst svo skólanir geti metið hvort fleiri pappíra vantar. Séu umsækjendur fleiri en hægt er að taka við í viðkomandi nám er oft beitt þeirri frumlegu aðferð að draga úr bunkanum. Því eru háar einkunnir ekki endilega trygging fyrir því að komast í nám, fólk með lágar einkunnir getur einnig haft heppnina með sér.
Flestir skólar krefjast stúdentsprófs í grunnnám og viðeigandi BA/BS gráðu í framhaldsnám. Flestir skólar krefjast þess að erlendir nemendur taki enskupróf s.s. TOEFL eða IELTS próf.
Til eru tvenns konar skólar á háskólastigi í Hollandi:
“Hoger Beroepsonderwijs” (HBO) sem bjóða upp á fjögurra ára (240 einingar) starfsnám á háskólastigi í svokölluðum “hogescholen”. Það nám er aðallega innan heilbrigðisvísinda, tæknigreina, lista og hagfræðigreina. Þá útskrifast maður með gráðuna “ingenieur” (í verkfræði) eða “baccalaureus” í öðrum fögum. Það eru 42 hogescholen í Hollandi.
Síðan eru það hinir eiginlegu háskólar “Wetenschappelijk Onderwijs” (WO). Nemendur ljúka BA/BS gráðu eftir þriggja ára háskólanám (180 einingar).
Hægt er að fara í meistaranám í báðum skólunum. Almennt tekur meistaranámið 1-2 ár (60-120 einingar). Doktorsnám er aðeins hægt að nema í WO og tekur að minnsta kosti 4 ár.
Ef stunda á nám á hollensku er krafist tungumálaprófsins Staatsexamen Nederlands als tweede taal – NT2 sem prófar lesskilning, skilning á töluðu máli og tjáningu, bæði munnlegri og skriflegri. Hægt er að taka prófið í eftirtöldum borgum: Amsterdam, Rotterdam, Eindhoven, Breda, Utrecht og Zwolle. Skráning fer fram á vefnum 6 vikum fyrir prófdag og niðurstöður fást 6 vikum síðar.
Námsgráður
Boðið er upp á þrenns konar námsgráður:
- Bachelor (Nederlandse), 3 ár, (180 ECTS).
- Master (Nederlandse),1, 1½, 2 eða 2½ ár með mismunandi aðgangskröfum.
- Doctoraat, rannsóknanám.
Skólagjöld
Skólagjöld þarf að borga í alla skóla á háskólastigi og eru þau á bilinu 1.000 – 2.500 evrur og hærri ef kennt er á ensku. Auk þess þarf að greiða innritunargjald, en það er ekki hátt.
Leit að námi
Til að ljúka námi í Hollandi þarf góða kunnáttu í hollensku. Nú orðið er þó hægt að læra mörg fög á ensku, sérstaklega á mastersstigi.
Nám á ensku
Menntasjóður
Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði. Ekki er lánað til tungumálanáms til undirbúnings ef um er að ræða ensku, dönsku, norsku eða sænsku.
Að flytja til
Dvalarleyfi:
Holland er á Evrópska efnahagssvæðinu og þá gilda eftirfarandi reglur:
Þegar komið er út þarf að skrá sig inn í landið. Þá er mikilvægt að hafa með sér vottorð um skólavist (acceptance letter) og fjárhagsvottorð (t.d. frá Menntasjóði eða banka) um að þú getir fjármagnað dvöl þína í landinu. Einnig er mikilvægt að hafa með sér Evrópska sjúkratryggingakortið og gilt vegabréf. Eftir 6 mánaða dvöl færðu síðan sömu réttindi og heimamenn varðandi sjúkratryggingu. Ekki þarf sérstakt atvinnuleyfi til að vinna í öðru EES landi. Frekari upplýsingar má finna hjá Nuffic: the Dutch organisation for internationalisation in education.
Húsnæði
Sendiráð