Írland

Fólksfjöldi: Tæpar 5 milljónir

Tungumál: Írska og enska

Gjaldmiðill: Evra

Höfuðborg: Dublin

Country Flag

Írska lýðveldið er ríki sem tekur yfir 5/6 hluta eyjunnar Írlands vestur af strönd Evrópu. Norðvesturhluti eyjarinnar tilheyrir Norður-Írlandi sem er hluti af Bretlandi. Írska lýðveldið var lengi vel eitt af fátækustu ríkjum Evrópu. Seint á 9. áratug 20. aldar hófust efnahagslegar umbætur í anda frjálshyggju sem leiddu til ört vaxandi hagsældar. Írland var um tíma í upphafi 21. aldar þekkt sem keltneski tígurinn. Alþjóðlega fjármálakreppan sem hófst 2008 sem kom mjög harkalega niður á Írlandi. Þrátt fyrir kreppuna er Írland enn með best stæðu löndum heims.

Að sækja um

Á Írlandi eru 7 háskólar og 2 á Norður Írlandi. Auk þess eru þar nokkrir tækniskólar og einkaskólar á háskólastigi. Hér má finna yfirlit yfir háskólanám á Írlandi bæði á ensku og írsku.

Sótt um í byrjunarnám

Central Applications Office (CAO) er umsóknavefur fyrir byrjunarnám. Á vefnum má finna gott myndband sem gefur yfirlit yfir umsóknarferlið. Umsóknafrestur er 1. febrúar en hægt er að skipta um skoðun varðandi forgangsröðun námsleiða eða bæta við nýjum námsleiðum til 1. júlí.

Sótt um meistaranám

Sótt er um allt meistaranám nema kennaramenntun á vefnum PAC (Postgraduate Application Centre). Mjög góðar leiðbeiningar eru á vefnum.

Námsgráður

Ordinary Bachelor Degree, 3 ár og veitir ekki aðgang að meistaranámi.

Honours Bachelor Degree, 4 ár eða 1 ár í viðbót við Ordinary Bachelor Degree. Þessi gráða veitir aðgang að meistaranámi.

Masters Degree, 1-2 ár í framhaldi af Honours Bachelor Degree. Tekur 1 ár ef  um er að ræða verkefnatengt nám en 2 ár ef um er að ræða rannsóknatengt nám.

Postgraduate Diploma, 1 árs viðbótarnám sem leiðir til sérfræðigráðu á viðkomandi sviði.

Doctorate Degree (PhD), 3 ár eftir meistaranám eða 4 ár eftir Honours Bachelor Degree.

Skólagjöld

Sem íbúar EES lands eiga Íslendingar rétt á svonefndum Free Fees á Írlandi. Nánari upplýsingar um skólagjöld á Írlandi.

Leit að námi

Qualifax – leit að námskeiðum á Írlandi

Tungumálaskólar á Írlandi – Europa-pages – mögulegt  að leita eftir landssvæðum, borgum og tegund námskeiðs.

Írsk leitarvél fyrir háskólanám.

Háskólar á Írlandi.

Nám á ensku

Nær allt nám í Írlandi fer fram á ensku.

Menntasjóður

Menntasjóður

Að flytja til

Dvalarleyfi:

Írland er á Evrópska efnahagssvæðinu og þá gilda eftirfarandi reglur:
Þegar komið er út þarf að skrá sig inn í landið. Þá er mikilvægt að hafa með sér vottorð um skólavist (acceptance letter) og fjárhagsvottorð (t.d. frá Menntasjóði eða banka) um að þú getir fjármagnað dvöl þína í landinu. Einnig er mikilvægt að hafa með sér Evrópska sjúkratryggingakortið. Auk þess þarf að hafa með sér gilt vegabréf. Eftir 6 mánaða dvöl færðu síðan sömu réttindi og heimamenn varðandi sjúkratryggingu. Ekki þarf sérstakt atvinnuleyfi til að vinna í öðru EES landi.

Húsnæði:

Flestir háskólar reka eigin stúdentagarða og best er að byrja á að hafa samband við þá og kanna hvernig landið liggur. Student housing in Ireland.

Þá hefur írska Evróvísisskrifstofan tekið saman upplýsingar um Írland, þar sem meðal annars eru krækjur á gistiheimili og leigumiðlanir.

Sendiráð:

Íslenska sendiráðið í London og írska sendiráðið í Kaupmannahöfn.

Styrkir

Tenglar