Kanada

Fólksfjöldi: 38 milljónir

Tungumál: Enska og franska

Gjaldmiðill: Kanadískur dollari

Höfuðborg: Ottawa

Country Flag

Kanada er annað stærsta landið í heiminum að flatarmáli og þekur nyrðri hluta Norður-Ameríku. Kanada er ríkjasamband, sem samanstendur af tíu fylkjum og þremur sjálfstjórnarsvæðum. Kanada er tæknilega þróað og iðnvætt ríki, sem er sjálfbært í orkuframleiðslu, þökk sé stórum náttúrulegum birgðum af jarðefnaeldsneyti, ásamt kjarnorku- og vatnsorkuframleiðslu. Efnahagur þess hefur lengi treyst sérstaklega á náttúrulegar auðlindir og viðskipti, einkum við Bandaríkin. Þrátt fyrir að fjölbreytni hafi yfirleitt aukist mikið í kanadísku efnahagslífi,þá eru enn mörg héruð, sem treysta á vinnslu og sölu náttúrulegra auðlinda. Menntun í Kanada þykir ákaflega góð og þangað hafa margir Íslendingar leitað, einkum til framhaldsnáms.

Að sækja um

Í Kanada er ekki eitt skólakerfi fyrir allt landið. Opinberir háskólar heyra undir hvert hérað fyrir sig. Þó er ekki mikill munur á aðgangskröfum, skólagjöldum og öðru milli héraða. Flestir skólarnir eru ríkisreknir og er yfirleitt talið að ekki sé afgerandi munur á gæðum háskóla í Kanada.

Aðallega er um að ræða þrenns konar skóla á háskólastigi í Kanada:

  • Universities: Hinir eiginlegu háskólar með margar deildir og hægt er að ljúka öllum háskólagráðum þ.e. Bachelors, Masters og Doktorsgráðum. Alls eru um 90 háskólar í Kanada.
  • University Colleges: Í British Columbia og Nova Scotia eru þessir skólar sambland af university og college og bjóða bæði upp á háskólagráðu (Bachelor) og diploma. Í Alberta eru þessir skólar sambærilegir við háskóla (universities).
  • Community Colleges: Þetta eru yfirleitt háskólar með tveggja til þriggja ára nám og veita starfsréttindi. Einnig geta þeir veitt, eftir tveggja ára nám, inngöngu inn í háskóla (universities). Þessir skólar geta líka kallast “colleges of applied arts and technology”. Alls eru um 175 community colleges í Kanada. Í Québec kallast þeir “collége d´enseignement général et professionel (Cégep).

Skólaárið stendur venjulega yfir frá septemberbyrjun og fram í apríl eða maí. Sækja þarf um með góðum fyrirvara, en umsóknarfrestir eru yfirleitt um 8 – 12 mánuðum áður en nám á að hefjast. Einhverjir háskólar eru einnig með veltandi umsóknarfresti (rolling admissions procedure) fyrir erlenda nemendur. Passið upp á að þið séuð með réttar upplýsingar um umsóknarfresti með því að skoða heimasíður viðkomandi skóla. Þar ættu einnig að vera allar upplýsingar um þau fylgigögn sem óskað er eftir og/eða inntökupróf og upplýsingar um húsnæði, styrki, sjúkratryggingar og skólagjöld. Oftast sækir fólk um fleiri en einn skóla til að auka líkur á að fá inni. Hagnýtar upplýsingar um hvernig sækja á um í kanadíska háskóla.

Á Studee.com eru tenglar á umsóknarsíður margra háskóla, ef skólana er ekki að finna þar er best að leita beint á heimasíður þeirra. Yfirleitt er sótt er um beint til hvers háskóla fyrir sig, nema við háskólana í Ontarió, sem eru með sameiginlegt umsóknarkerfi.

Námsgráður

Grunnnám í háskólum (colleges eða universities) kallast “undergraduate” nám og skiptist í:

  • Bachelor Degree/ BA/BSc (undergraduate á ensku) eða Baccalauréat (nám á frönsku) sem tekur 3-4 ár og hægt er að ná annað hvort í college eða við háskóla.
  • Diplome D’Études Supériures Spécialisées (D.E.S.S.) sem tekur a.m.k. eitt ár í viðbót. Einungist í boði við háskóla sem kenna á frönsku.
  • Master Degree (enska) eða Maitrise (franska) sem tekur 2 ár eftir bachelornám.
  • Ph.D. sem tekur 3 ár eftir meistaranám.

Framhaldsnám við Colleges

  • Diploma: 2-3 ára nám sem miðast við þarfir atvinnulífsins. Á útskriftarskírteini kemur fram sérhæfing námsmannsins.
  • Associate Degree: 2 ára almennt nám sem miðast fyrst og fremst við kynningu á akademískum fögum.

Íslenskt stúdentspróf er oft metið sem eitt ár inn í undergraduate námið. Athugið að það þarf að biðja um að fá metið sérstaklega. Hvort og hversu mikið fæst metið fer eftir því hvers konar stúdentspróf er um að ræða og hvaða háskólanám er farið í.

Skólagjöld

Skólagjöld eru greidd í kanadíska háskóla, þau geta verið breytileg eftir háskólum og eftir fögum, en eru yfirleitt á bilinu 16.000 – 30.000 CAD á ári fyrir erlenda stúdenta. Hér er hægt að finna upplýsingar um kostnað við hvern skóla.

Leit að námi

Nám á ensku

Nám annars staðar en í Quebeck fylki fer fram á ensku. Þá er nær undantekningalaust farið fram á tungumálapróf, annað hvort TOEFL eða IELTS.

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði. Ekki er lánað til tungumálanáms til undirbúnings ef um er að ræða ensku.

Að flytja til

Dvalarleyfi

Þegar svar berst frá skóla um skólavist þarf að sækja um vegabréfsáritun ef dvalið er lengur en 6 mánuði, nemendur sem dvelja skemur þurfa ekki vegabréfsáritun. Við komuna til Kanada er mælt með að nemendur hafi eftirfarandi gögn með sér; staðfestingu á skólavist frá skólanum í Kanada og staðfestingu á framfærslu, s.s. bréf frá Menntasjóði eða banka.

Sendiráð Kanada á Íslandi er ekki með áritunarskrifstofu því eru allar áritanir fyrir Íslendinga gefnar út af sendiráði Kanada í London.  Eyðublöð og frekari upplýsingar eru að finna á vef þeirra. Venjulega tekur um 6-8 vikur að fá vegabréfsáritun. Athugið að nauðsynlegt er að láta taka fingraför og ljósmynd (e. bio-metrics) fyrir umsóknarferlið en það er gert hjá sendiráði Kanada á Íslandi. Bóka þarf tíma fyrirfram og því best að hafa samband við sendiráðið tímanlega.

Áritun fyrir Québec, öðru nafni CAQ, fæst í gegnum viðkomandi skóla en ekki í gegnum sendiráðsskrifstofuna í London.

Húsnæði

Margir háskólar reka eigin stúdentagarða og eru með allar upplýsingar um kostnað, umsóknir og fleira á upplýsingavefjum sínum. Athugið að það eru hvergi nærri nógu mörg herbergi fyrir alla þá sem eftir þeim óska og því er gott að sækja um eins fljótt og unnt er til að komast framarlega í röðina. Fyrir þá sem vilja leiga sér íbúðir má skoða:

Sendiráð

Hér eru upplýsingar um sendiráð Íslands í Kanada og kanadíska sendiráðið á Íslandi.

Styrkir

Tenglar