Lettland

Fólksfjöldi: 1,8 milljónir

Tungumál: Lettneska

Gjaldmiðill: Evra

Höfuðborg: Riga

Country Flag

Lettland (Latvija) er eitt af Eystrasaltsríkjunum ásamt Litháen og Eistlandi. Næstu nágrannar Lettlands eru Eistland til norðurs, Litháen til suðurs og Rússland og Hvíta-Rússland til austurs, til vesturs á það strönd við Eystrasaltið. Lettneska er annað tveggja núlifandi baltneskra tungumála ásamt litháísku. Þótt landið hafi verið undir erlendri stjórn frá 13. öld til 20. aldar hafa tungumál landsins og menning haldið sérstöðu sinni. Stór hluti íbúa Lettlands er af rússneskum uppruna. Lettland var hluti af Rússneska keisaradæminu frá 1710. Lýðveldið Lettland var stofnað eftir fyrri heimsstyrjöld þann 18. nóvember 1918. Við upphaf síðari heimsstyrjaldar var landið hernumið af Sovétmönnum.Þjóðverjar gerðu innrás í landið 1941 en Sovétmenn náðu því aftur 1944. Næstu hálfa öld var Lettland sovétlýðveldi. Árið 1987 hófst Söngvabyltingin með kröfu um sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna 1991 lýsti Lettland yfir sjálfstæði.

Að sækja um

Í Lettlandi eru 26 skólar á háskólastigi þar af 10 einkareknir. Almennt er kennt á lettnesku, en þó er eitthvað kennt á ensku, aðallega á mastersstigi í heilbrigðisfögum, læknisfræði og dýralækningum, í viðskiptafræði, tölvufræði og verkfræði. University of Latvia og Riga Stradins University  kenna t.d. læknisfræði á ensku.

Skólaárið er frá september og fram í júlí og skiptist í tvö misseri. Próf eru yfirleitt í janúar og júlí. Ekki er um að ræða samræmt umsóknarkerfi, heldur er sótt beint til viðkomandi skóla. Í suma skóla þarf inntökupróf eða viðtal áður en innganga fæst. Aðgangskröfur í háskólanám eru stúdentspróf, en hver skóli getur sett nánari kröfur, t.d.  um lágmark eininga í einstökum fögum. Ef sækja á nám á lettnesku þarf að standast aðgangspróf í tungumálinu.

Námsgráður

Háskólagráður eru þrjár:

  • Bakalaurs: bachelorgráða tekur 3-4 ár
  • Magistrs: mastersgráða 1 – 2 ár eftir bachelornám
  • Doktors: doktorsgráða tekur þrjú eða fjögur ár eftir masterinn.

Skólagjöld

Skólagjöld eru afar misjöfn og mun hærri ef kennt er á ensku en á lettnestu. Hér er yfirlit yfir skólagjöld í nokkrum fögum.

Lettland. Mynd tekin af Kristaps Ungurs.

Leit að námi

Listi yfir háskóla í Lettlandi.

Leitarvél að námsgreinum.

Nám á ensku

Ekki er til neitt heildaryfirlit yfir það nám sem fram fer á ensku og því er nauðsynlegt að skoða framboð hvers skóla fyrir sig. Framboð er orðið töluvert.

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði.

Riga, Lettland. Mynd tekin af Jacques Bopp.

Að flytja til

Dvalarleyfi

Þegar komið er út þarf að skrá sig inn í landið og sækja um dvalarleyfi. Þá er mikilvægt að hafa með sér vottorð um skólavist (acceptance letter) og fjárhagsvottorð (t.d. frá Menntasjóði eða banka) um að þú getir fjármagnað dvöl þína í landinu. Einnig er mikilvægt að hafa með sér Evrópska sjúkratryggingakortið eða aðra viðurkenningu frá Tryggingastofnun ríkisins um sjúkratryggingu. Auk þess þarf að hafa með sér gilt vegabréf. Eftir 6 mánaða dvöl færðu síðan sömu réttindi og heimamenn varðandi sjúkratryggingu. Til þess að mega vinna í landinu þarf að fá atvinnuleyfi.

Húsnæði

  • Erasmus Play
  • Erasmusu
  • Sjá einnig CasaSwap.com – International youth & student accommodation network. Hérna geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu.

Sendiráð

Íslenska sendiráðið er í Helsinki og það lettneska í Kaupmannahöfn. 

Styrkir

Tenglar