Lúxemborg

Fólksfjöldi: 656 þúsund

Tungumál: Lúxemborgíska, franska og háþýska

Gjaldmiðill: Evra

Höfuðborg: Lúxemborg

Country Flag

Stórhertogadæmið Lúxemborg er landlukt smáríki í Vestur-Evrópu. Það á landamæri að Frakklandi í suðri, Þýskalandi í austri og Belgíu í vestri og norðri. Lúxemborg hefur í aldanna rás tilheyrt ýmsum konungs- og keisaradæmum en fékk ásamt Belgíu sjálfstæði frá Hollendingum að loknum Napóleonsstyrjöldunum árið 1815. Í Lúxemborg hefur smám saman vaxið upp ein öflugasta fjármálamiðstöð heims, en sú starfsemi er helsta tekjulind landsmanna auk nokkurra stálsmiðja í norðanverðu stórhertogadæminu.

Að sækja um

Einn opinber háskóli er í Lúxemborg, Lúxemborgarháskóli sem býður upp á bæði grunnám og framhaldsnám í nokkrum fögum og kennir bæði á þýsku, frönsku og ensku. Mjög mikið framboð er á námi á ensku. Sex háskólar eru svo reknir af einkaaðilum:

Auk þessara skóla bjóða bæði  Open University Luxembourg og École Supérieure Ouverte à Distance upp á fjarnám.

Skólaárið er frá miðjum september fram í júnílok.

Formlegar aðgangskröfur eru samtals 12 ára nám í grunn- og framhaldsskóla. Erlenda menntun skal þó viðurkenna af ráðuneyti æðri menntunar í Lúxemborg.

Námsgráður

  • Bachelor: þriggja ára nám.
  • Meistaranám: Tveggja ára viðbótarnám.
  • Doktorsnám: Þriggja til fjögurra ára rannsóknanám

Skólagjöld

Skólagjöld eru misjöfn eftir fögum og námsstigi en á bilinu  $900 – $9000 fyrir nám á bachelorstigi og $10.000 – $15.000 fyrir nám á meistarastigi.

Lúxemborg. Mynd tekin af Polina Sushko.

Leit að námi

Listi yfir skóla í Lúxemborg.

Nám á ensku

Ekki er til neitt heildaryfirlit yfir nám á ensku heldur er nauðsynlegt að leita á upplýsingavefjum skólanna til að sjá hvað er í boði hverju sinni.

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði. Ekki er lánað til tungumálanáms til undirbúnings ef um er að ræða ensku.

Að flytja til

Dvalarleyfi

Nemendur frá löndum innan Schengen þurfa ekki að sækja um dvalarleyfi áður en komið er til landsins.

Húsnæði

Lúxemborgarháskóli rekur stúdentagarð fyrir nemendur í fullu námi við skólann. Leiguhúsnæði getur hins vegar verið mjög dýrt og erfitt að finna og það algengt að fólk sem vinnur í Lúxemborg búi t.d. í Belgíu og ferðist á milli til að spara sér húsnæðiskostnað. Ekki er hins vegar víst að sá möguleiki sé opinn stúdentum og ber að athuga það sérstaklega.

Erasmusu

Erasmusplay

Sendiráð

Hér eru upplýsingar um sendiráð Lúxemborgar í Brussel og kjörræðismanninn á Íslandi.

Styrkir

Tenglar