Noregur

Fólksfjöldi: 5,5 milljónir

Tungumál: Norska

Gjaldmiðill: Norsk króna

Höfuðborg: Osló

Country Flag

Noregur er land, á Skandinavíuskaganum í Norður-Evrópu, sem hefur landamæri að Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi og er eitt Norðurlandanna. Strönd Noregs er mjög vogskorin og með ótal fjörðum sem ísaldarjökullinn mótaði. Sognfjörður er stærsti fjörðurinn og inn af honum ganga margir smáfirðir. Einnig eru margar eyjar undan ströndum Noregs, þ.m.t. eyjaklasinn Lófótur sem er rómaður fyrir náttúrufegurð. Eyjarnar Jan Mayen og Svalbarði heyra undir Noreg. Tungumál Norðmanna er norska (sem hefur tvö opinber ritunarform, bókmál og nýnorsku), ásamt samískum tungumálum. Norskt talmál einkennist af miklum mállýskumun. Notkun mállýsku í venjulegu talmáli er jafn algeng hjá þeim sem nota bókmál eins og þeim sem nota nýnorsku sem ritmál. Ísland og Noregur eiga sér langa sögu, en Ísland var fyrst numið af norskum og gelískum (skoskum og írskum) landnemum undir lok níundu og tíundu aldar. Norski víkingurinn Hrafna-Flóki er sagður hafa gefið Íslandi núverandi nafn. Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína til Noregs hvort sem er til náms eða vinnu.

Að sækja um

Sótt er um í grunnnám í norsku háskólana í gegnum síðuna Samordna Opptak. Aðalumsóknarfrestur er 15. apríl. Frestur fyrir þá sem sækja um á grundvelli annars en stúdentsprófs, t.d. aldurs og fyrri starfa og eru eldri en 25 ára er 1. mars. Sjá frekari upplýsingar á Samordnaopptak. Í flestum tilfellum er gerð krafa um studiekompetanse, sem er oftast stúdentspróf. Hér er hægt að sjá hvernig íslenska stúdentsprófið reiknast yfir á norska kerfið. Í listnám er umsóknarfresturinn oftast fyrr, 1. apríl. Sótt er um beint til skóla. Yfirleitt er skólaárið frá byrjun september og fram í maí/júní og skiptist í tvö misseri. Hérna er hægt að skoða háskóla/nám sem ennþá er hægt að komast inn í eftir júlí ár hvert.

Námsgráður

Háskólanám er eins uppbyggt og á Íslandi, bakkalárnám, meistaranám og doktorsnám.

Skólagjöld

Skólagjöld eru ekki innheimt í ríkisháskólana í Noregi, nemendur þurfa eingöngu að greiða skráningargjöld sem eru á bilinu 300-600 NOK. Í einkaskóla þarf að borga skólagjöld.

Hús í Osló með "The Scream" málverkið að utan

Leit að námi

Þegar leitað er að námi er best að hefja leitina á sértilgerðum námsleitarvélum. Hér á eftir má sjá lista yfir nokkrar slíkar:

Nám á ensku

Framboð á námi kennt á ensku er orðið mjög mikið í Noregi. Hér er leitarvél með um 200 námsleiðir á ensku.

Menntasjóður

Menntasjóður.

Mount Fløyen í Hordaland

Að flytja til

Húsnæði

Allir nemendur við háskólana í Osló geta sótt um húsnæði hjá Studentsamskipnaden í Osló (SiO). Hér er um að ræða einstaklingsherbergi með baði og aðgangi að eldhúsi með nokkrum öðrum, eins herbergis íbúðir, sem ætlaðar eru barnlausum pörum og litlar tveggja herbergja íbúðir fyrir barnafólk. Sótt er um rafrænt á vef SiO. Ekki er ráðlegt að hafna íbúð sem manni er úthlutað því það getur frestað nýrri úthlutun töluvert. Oft er betra að taka því sem fæst og sækja síðar um flutning á milli staða. Nemendur í öðrum skólum í Osló geta sótt um hjá Yrkeskolens Hybelhus (Anker Studentboliger). Ef áætlað er að fara út að hausti er best að senda inn umsókn í maí/júní þar sem langir biðlistar myndast. Annars er tekið við umsóknum allan ársins hring. Svipað fyrirkomulag er í öðrum borgum Noregs og ættu námsmenn að senda inn umsóknir með góðum fyrirvara.

Sendiráð

Krækja á íslenska sendiráðið í Osló og norska sendiráðið í Reykjavík.

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar