Nýja-Sjáland
Fólksfjöldi: 4.6 milljónir
Tungumál: Enska og maorí
Gjaldmiðill: Dalur (dollari)
Höfuðborg: Wellington
Nýja-Sjáland samanstendur af stórum tveimur eyjum, Norðurey og Suðurey, auk fjölda minni eyja. Mikill meirihluti núverandi íbúa Nýja-Sjálands eru af evrópskum uppruna og tæplega 15% íbúa eru maóríar. Nýja-Sjáland er í Tasmanhafi í Suður-Kyrrahafi um 1500 kílómetrum austan við Ástralíu og um 1.000 km sunnan við Nýju Kaledóníu, Fídjieyjar og Tonga. Aðalútflutningur eyjanna eru ýmsar landbúnaðarvörur og er Kína stærsti kaupandinn.
Að sækja um
Átta opinberir háskólar eru á Nýja-Sjálandi, 16 tækniskólar og 550 stofnanir á háskólastigi sem reknar eru af einkaaðilum. Þar á meðal eru margar stofnanir sem einbeita sér að því að kenna útlendingum ensku. Allir háskólarnir eru á alþjóðalistum yfir gæðaháskóla.
Skólaárið er frá febrúar – nóvember.
- 1. misseri: febrúar – júní
- 2. misseri: júlí – nóvember
- 3. misseri: janúar – febrúar
Sótt er um beint til hvers skóla fyrir sig. Umsóknafrestur og aðgangskröfur eru misjafnar frá skóla til skóla og er nauðsynlegt að kynna sér hvert tilfelli fyrir sig.
Námsgráður
Skólakerfið er svipað og á Íslandi og bjóða háskólar upp á bachelor-, meistara- og doktorsnám.
Skólagjöld
Skólagjöld eru yfirleitt á bilinu 22.000-32.000 nýsjálenskir dalir á ári eða milli 2 og 3 milljónir ISK.
Leit að námi
Study in New Zealand – leitarvél um nám á Nýja Sjálandi.
Mynzuni námsleitarvél.
Nám á ensku
Allt nám í Nýja-Sjálandi fer fram á ensku og yfirleitt er beðið um annað hvort TOEFL eða IELTS próf til að sýna fram á enskukunnáttu.
Menntasjóður
Að flytja til
Dvalarleyfi
Sækja þarf um vegabréfsáritun (student visa) til að fá að stunda háskólanám í Nýja Sjálandi. Sendiráð Nýja Sjálands gagnvart Ísland er staðsett í London. Á vefsíðinni Study in New Zealand má finna ýmsar upplýsingar um hvernig skal sækja um vegabréfsáritun fyrir námsmenn.
Húsnæði
Flestir háskólar reka eigin stúdentagarða þar sem hægt er að fá herbergi. Upplýsingar um húsnæði fyrir stúdenta.
Sendiráð
Utanríkisráðuneytið annast sendiráðsstörfin fyrir Íslands hönd en ný-sjálenskt sendiráð er í Haag.