Pólland

Fólksfjöldi: 37,7 milljónir

Tungumál: Pólska

Gjaldmiðill: Slot

Höfuðborg: Varsjá

Country Flag

Lýðveldið Pólland (Rzeczpospolita Polska), er stórt land í Austur-Evrópu. Það á landamæri að Þýskalandi í vestri, Tékklandi og Slóvakíu í suðri, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Litháen í austri og Rússlandi í norðri. Landið á strönd að Eystrasalti. Mikið af háum fjöllum er í landinu og yfir 2000 vötn, en aðeins eitt land í heiminum hefur fleiri vötn, en það er Finnland. Íslenskir nemendur hafa helst sótt til Póllands til að nema bæði tónlist og kvikmyndagerð. Á undanförnum árum hafa hins vegar streymt þangað aðrir Evrópubúar til að læra læknisfræði og skyld fög sem kennd eru á ensku.

Að sækja um

Í Póllandi eru fjölmargir skólar á háskólastigi bæði ríkisreknir og einkaskólar. Undanfarin ár hefur einkaskólum fjölgað mikið og eru nú rúmlega 300 á meðan ríkisreknir háskólar eru um 130. Flestir háskólarnir eru í fjórum stærstu borgum landsins, Varsjá, Kraká, Poznan og Gdansk.

Um er að ræða ferns konar skóla á háskólastigi.

  • Szkola policealna býður upp á eins til tveggja og hálfs árs nám til starfsréttinda í t.d. umönnunarfögum, viðskiptum og listum.
  • Uniwersytet – háskólar. Yfirleitt er boðið upp á breitt svið námsgreina innan félagsvísinda, raunvísinda og hugvísinda. Sumir háskólar eru sérhæfðir, t.d. landbúnaðarháskólar, viðskiptaháskólar og kennaraháskólar.
  • Wyzsze Szkoly Zawodowe – háskólar sem eru með 3-4 ára nám aðallega í viðskiptum og stjórnun.
  • Kennaraháskólar  (wyzsza szkoly pedagogiczne) þar sem námið tekur 3 ár.

Fyrir utan þetta eru margir sárhæfðir háskólar sem kenna t.d. landbúnað, íþróttir og listir.

Nám fer yfirleitt fram á pólsku og er þess þá yfirleitt krafist að útlendingar sýni fram á kunnáttu sína með prófi. Undantekningin er listnám, þar er yfirleitt ekki krafist pólskuprófs.

Umsóknarfrestur er yfirleitt 15. júní fyrir nám sem byrjar í október. Umsóknareyðublað er á heimsíðu hvers háskóla, sótt er um beint í viðkomandi skóla. Nánari upplýsingar um umsóknir fást hjá einstökum skólum. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf í grunnháskólanám og eigi námið að fara fram á ensku er krafist TOEFL prófs.

Skólaárið er frá október – júní

Námsgráður

Námskerfið í Póllandi svipar til íslenska námskerfisins, með þriggja ára Bachelor-nám (licencjat) og tveggja ára meistaranám (magister) og svo doktorsnám  (doktor nauk).  Mikil áhersla er lögð á verktengt nám og er hægt að ljúka námi á næsta stigi í slíkum fögum.

Skólagjöld

Í Póllandi geta skólagjöldin verið mismunandi, það fer eftir því hvað valið er.  Það má reikna með að þurfa að borga frá því sem samsvarar um 100.000 íslenskum krónum á ári og allt upp í  tæpar tvær milljónir. Dýrastir eru einkaskólarnir sem kenna á ensku fög eins og læknisfræði.  Frekari upplýsingar veita skólarnir sjálfir.

Gamli Varsjá bærinn, Póland. Mynd tekin af Elijah G

Leit að námi

Listi yfir háskóla í Póllandi.

Nám á ensku

Boðið er upp á tæplega 90 námsleiðir á háskólastigi á ensku í Póllandi. Á lista Studies in Europe má finna krækjur á hverja námsleið með því að velja Poland og English af fellilista. Þar er svo hægt að skoða betur út á hvað námið gengur, upplýsingar um skólana og krækjur á vefi þeirra.

Think Poland – Study in Poland.

Study in Poland.

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði. Ekki er lánað til tungumálanáms til undirbúnings ef um er að ræða ensku.

Að flytja til

Dvalarleyfi

Pólland er á Evrópska efnahagssvæðinu og þá gilda eftirfarandi reglur:

Þegar komið er út þarf að skrá sig inn í landið. Þá er mikilvægt að hafa með sér vottorð um skólavist (acceptance letter) og fjárhagsvottorð (t.d. frá Menntasjóði eða banka) um að þú getir fjármagnað dvöl þína í landinu. Einnig er mikilvægt að hafa með sér Evrópska sjúkratryggingakortið og gilt vegabréf. Eftir 6 mánaða dvöl færðu síðan sömu réttindi og heimamenn varðandi sjúkratryggingu. Ekki þarf sérstakt atvinnuleyfi til að vinna í öðru EES landi.

Húsnæði

Best er að hafa samband við viðkomandi skóla og fá upplýsingar um það húsnæði sem er í boði. Flestir skólar hafa stúdentaíbúðir til boða eða aðstoða við leit að húsnæði. Hér að neðan eru nokkrar húsnæðisleitarvélar:

PKG Real Estate Kraków

Erasmusplay

Erasmusu

Pepehousing

Sjá einnig CasaSwap.com – International youth & student accommodation network. Hérna geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu

Sendiráð

Krækjur á pólska sendiráðið í Reykjvík og íslenska sendiráðið í Berlín sem annast sendiráðsstörf fyrir Íslands hönd. 

Styrkir

Tenglar