Rússland

Fólksfjöldi: 145 milljónir

Tungumál: Rússnenska

Gjaldmiðill: Rúbla

Höfuðborg: Moskva

Country Flag

Rússneska sambandsríkið (Росси́йская Федера́ция) eða Rússland(Росси́я, umritun: Rossíja) er víðfemt land í Austur-Evrópu og Norður-Asíu. Landið er það langstærsta að flatarmáli í heiminum, það er nánast tvöfalt stærra en Kanada sem er næststærst. Landið er einnig það sjöunda fjölmennasta í heiminum. Landið var áður mikilvægasta sambandslýðveldi Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði eftir upplausn þeirra árið 1991. Mest af landsvæði, mannfjölda og iðnaðargetu gömlu Sovétríkjanna var í Rússlandi og eftir upplausnina var það Rússland sem tók við þeirra stöðu í heiminum. Þó ekki sé það lengur sama risaveldið og áður, þá er Rússland enn þá stór þátttakandi í alþjóðastjórnmálum.

Að sækja um

Yfir 700 háskólar eru starfræktir í Rússlandi. Sótt er um rafrænt og er hægt að velja allt að sex námsleiðir í hverri umsóknTengill á umsóknarsíðu.

Kennsla fer oftast fram á rússnesku í ríkisreknum háskólum og þurfa erlendir nemar að þreyta inntökupróf í  rússnesku Test of Russian as a Foreign Language (TRFL) eða sitja námskeið í rússnesku fyrir útlendinga í viðkomandi háskóla. TRKI-1 er nauðsynlegt til að hefja nám í nokkrum fögum í háskóla en TRJI-2 er nauðsynlegt til að hefja nám til bachelor eða meistaragráðu. Frekari upplýsingar um prófin eru hér. 

Það verður sífellt aðgengilegra fyrir erlenda nemendur að sækja nám í rússneskum háskólum og mikið framboð af námsleiðum á ensku. Þegar nemendur sækja um nám sem kennt er á ensku þurfa niðurstöður úr TOEFL (Test of English as a Foreign Language) að liggja fyrir.

Skólaárið er frá september – júní og skiptist í 2 misseri.  Haustmisseri er frá byrjun september – lok janúar og vormisseri frá febrúar til lok júní.

Listi yfir háskóla í Rússlandi.

Námsgráður

Rússneska háskólakerfið hefur á undanförnum árum verið að færa sig nær hinum evrópska Bologna staðli sem byggist á bakkalár, meistara og doktorsnámi. Notaðar eru ECST einingar og oft eru í boði stuttir kúrsar sem höfða sérstaklega til útlendinga.

Skólagjöld

Greiða þarf skólagjöld í háskólana sem er mismunandi eftir deildum og háskólum

Leit að námi

Leitarvél á ensku yfir háskólanám í Rússlandi.

Study in Russia – upplýsingasíða um nám í Rússlandi.

Á vefsíðunni Courses in Russia er boðið upp á mikið úrval af námskeiðum á ensku tengdum rússneskum fræðum. Þar má finna nám í t.d. hagfræði, sögu, tölvunarfræði, stjórnun og samfélagsfræðum. Námskeiðin eru á vegum rússneskra háskóla og hafa 20 skólar sett efni á vefinn. Lögð er áhersla á að það sé aðgengilegt og auðskiljanlegt. Einnig er boðið upp á efni sem gefur innsýn í lífið í Rússlandi og samskipti Rússa við aðrar þjóðir.

Nám á ensku

All nokkuð framboð er á námi á ensku í rússneskum háskólum.

Study in Russia; um nám á ensku

Study in Russia leitarvél

Rússnesk fræði – ýmis online námskeið

Tungumálaskóli (kennt á ensku)

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði.

Að flytja til

Dvalarleyfi

Sækja þarf um dvalarleyfi sem námsmaður hjá rússneska sendiráðinu í Reykjavík. 

Sendiráð

Ísland er með sendiráð í Moskvu og Rússland er með sendiráð í Reykjavík. Kirill Kashaev í rússneska sendiráðinu (s. 551 5156) er tengiliður varðandi nám í Rússlandi.

Húsnæði

Um stúdentagarða í Rússlandi.

Húsnæði á almennum markaði – leitarsíður: CIANIRRAvito.

Sjá einnig CasaSwap.com – International youth & student accommodation network. Hérna geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu.

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar