Spánn

Fólksfjöldi: 46,8 milljónir

Tungumál: Spænska, katalónska, baskneska og galíska

Gjaldmiðill: Evra

Höfuðborg: Madrid

Country Flag

Konungsríkið Spánn er konungsríki á Íberíuskaga í Suðvestur-Evrópu. Spáni tilheyra Baleareyjar í Miðjarðarhafi (Majorka, Menorka og Íbísa), Kanaríeyjar í Atlantshafi og útlendurnar Ceuta og Melilla í Norður-Afríku. Lönd sem liggja að Spáni eru Portúgal að vestan og Frakkland að austan. Auk þess er örríkið Andorra í Pýreneafjöllum á landamærum Spánar og Frakklands. Syðst á Spáni er kletturinn Gíbraltar, sem er lítið landsvæði undir yfirráðum Breta. Að norðaustan liggur Biskajaflói að Spáni, Atlantshafið að suðvestan og að sunnan er Gíbraltarsund og svo Miðjarðarhafið að suðaustan og austan. Syðsti oddi Spánar er jafnframt syðsti oddi meginlands Evrópu.

Að sækja um

Allar umsóknir evrópskra nemenda um fyrstu námsgráðu (grado) fara í gegnum Alþjóða fjarnámsháskóla Spánar (SNEDE eða UNED), þar sem farið er yfir prófskírteini nemenda og gengið úr skugga um að þeir nái því lágmarki sem krafist er. Þar á meðal eru kröfur um spænskukunnáttu og þurfa nemendur að sanna kunnáttu sína með t.d. SIELE prófinu, sem hægt er að taka hér á landi. Eins getur verið að nauðsynlegt sé að framvísa vottorði um TOEFL prófið til þess að sýna fram á enskukunnáttu. Umsóknarfrestur er auglýstur í byrjun apríl og þá jafnframt hvenær hann rennur út (einhvern tímann í júní). Umsóknir um meistaranám eru hins vegar í gegnum vefi hvers háskóla fyrir sig.

Námsgráður

Grunnnám á háskólastigi eru 240 ECTS og er skipt upp í fjóra 60 eininga hluta.

Framhaldsnámi er eitt til tvö ár og líkur með meistaraprófi.

Doktorsnám er þrjú til fjögur ár.

Skólagjöld

Skólagjöld í ríkisháskólana eru um 400 – 600 evrur á ári fyrir grunnnám. Gera má ráð fyrir mun hærri skólagjöldum í mastersnám. Í einkaskóla eru gjöldin á bilinu 3.000 til 50.000 evrur á ári.

Fólk að dansa á Spáni. Mynd tekin af Stéphan Valentin.

Leit að námi

Háskólar á Spáni 
Leit að námi á Spáni – ágæt leitarsíða á ensku um nám á Spáni.
Universia España – upplýsingar á ensku. Velja fyrst þann skóla sem óskað er eftir upplýsingum um, þær koma á 5 tungumálum m.a. ensku.
Helstu háskólar á Spáni 

Þótt enskukunnátta hafi batnað mikið á undanförnum áratugum á helstu ferðamannastöðum Spánar, er alls ekki hægt að ganga að því vísu að hægt sé að bjarga sér allstaðar á ensku. Því er mikilvægt að læra að minnsta kosti undirstöðuatriði í spænsku.  LÍN lánar fyrir tungumálanámi sé það undirbúningur fyrir frekara námi í sama landi. Reglurnar eru eftirfarandi:

  • Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu.
  • Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði.

Hér er listi (ekki tæmandi) yfir spænskunám fyrir útlendinga á Spáni:

Nám á ensku

Aðeins eru örfáir möguleikar í boði hvað varðar nám á ensku á Spáni. Ekkert heildaryfirlit er til og því er nauðsynlegt að kanna framboð hvers skóla fyrir sig.

Menntasjóður

Menntasjóður

Að flytja til

Stúdentagarðar/húsnæðismiðlanir

Sendiráð

Krækja á upplýsingar um sendiráð sem þjónar Íslandi og spænska sendiráðið á Íslandi.

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar