Suður-Kórea

Fólksfjöldi: 51.2 milljónir

Tungumál: Kóreska

Gjaldmiðill: Vonn

Höfuðborg: Seúl

Country Flag

Suður-Kórea eða Lýðveldið Kórea er land í Austur-Asíu. Það nær yfir syðri hluta Kóreuskaga og á landamæri að Norður-Kóreu nálægt 38. breiddargráðu. Kórea var eitt ríki til ársins 1948 þegar landinu var skipt í Kóreustríðinu. Efnahagur Suður-Kóreu óx hratt á 8. og 9. áratugnum en landið fór illa út úr fjármálakreppunni í Asíu 1997. Eftir það hefur vöxtur verið hægari en þó með því mesta sem gerist í heiminum. Suður-Kórea er hátekjuland sem byggir auð sinn á iðnframleiðslu á sviði hátækni og samgöngutækja. Nokkrar stórar fyrirtækjasamsteypur á borð við Samsung, Hyundai og LG eru ríkjandi í iðnaðarframleiðslu til útflutnings. Margir háskólar í landinu eru taldir með þeim bestu í heimi.

Að sækja um

Mikil áhersla er lögð á nám í Suður-Kóreu og metnaður háskóla þar í landi er geysilegur. Agi er harður og samkeppni milli nemenda mikil. Erlendir nemendur flykkjast til landsins og framboð af námi á ensku er mikið. Í landinu eru 379 opinberlega viðurkenndar stofnanir á háskólastigi, 179 einkaháskólar og 43 ríkisháskólar.

Yfirleitt skiptist skólaárið í tvær annir, september-desember og mars-júní. Nýnemar eru teknir inn bæði í september og mars.

Aðgangskröfur skólanna og umsóknarfrestur er mismunandi og nauðsynlegt er að skoða upplýsingar hvers fyrir sig til þess að fá yfirlit.

Nauðsynlegt er að kynna sér einnig kröfur hvers skóla fyrir sig er varðar tungumálakunnáttu í ensku og kóresku.

Námsgráður

Háskólanám í Suður-Kóreu skiptist í:

  • Grunnnám sem tekur 4-6 ár og hægt er að stunda við háskóla, tækniháskóla eða opna háskóla..
  • Framhaldsnám sem skipist í almennt akademískt nám og sérnám í einstökum fögum og miðast við þarfir atvinnulífsins.
  • Meistaranám sem tekur 2 ár og lýkur með lokaverkefni.
  • Doktorsnám (Phd.) sem tekur 3 ár að lámarki og lýkur með ritgerð.
  • Námskeið fyrir þá sem hafa lokið doktorsnámi með áherslu á rannsóknir.

Skólagjöld

Nám við einn af virtari háskólum í Suður-Kóreu er dýrt og óhætt er að reikna með a.m.k. milljón íslenskum krónum í skólagjöld á ári fyrir nám í einkaskóla en e.t.v. helminginn af því fyrir nám í opinberum skóla. Nauðsynlegt er að skoða upplýsingar hvers skóla fyrir sig hvað þetta verðar.

Leit að námi

Leit að háskólanámi í Suður-Kóreu.

Nám á ensku

Margar námsgráður eru í boði á ensku, sjá t.d. leitarvélina Study in Korea.

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði. Ekki er lánað til tungumálanáms til undirbúnings ef um er að ræða ensku, dönsku, norsku eða sænsku.

Að flytja til

Dvalarleyfi:

Erlendir nemendur í Suður-Kóreu verð að sækja um og fá landvistarleyfi áður en þeir flytja til landsins. Frekari upplýsingar eru á vef suður-kóreanskra stjórnvalda

Húsnæði:

Flestir háskólar í Suður-Kóreu reka eigin stúdentagarða og er auðvelt að fá herbergi þar þegar skólavist er fengin. Margar leigumiðlanir bjóða einnig upp á íbúðir fyrir stúdenta.

Sendiráð:

Íslenska sendiráðið í Bejing sinnir sendiráðsstörfum í Suður-Kóreu og suður-kóreiska sendiráðið í Ósló sinnir sendiráðsstörfum gagnavart Íslandi.

Styrkir

Tenglar