Nám í menntavísindum í Árósum

Í boði eru styrkir fyrir íslenska námsmenn sem stunda nám í menntavísindum við Danish School of Education í háskólanum í Árósum.

Það er stofnunin The Associate Professor Ragna Lorentzen Foundation sem veitir styrki til íslenskra námsmanna sem eru að sækja um nám eða stunda nám í BS, MA, MSc og skiptinámi við Danish School of Education í Háskólanum í Árósum.

Styrkir eru helst veittir nemendum sem eru í fullu námi, grunnnámi eða meistaranámi en nemendur í doktorsnámi, þ.m.t. skiptinemar, eru einnig hvattir til að sækja um fjárhagsstuðning. Styrkurinn er veittur til þeirra er hafa takmarkaðan fjárhagsstuðning.

Umsóknarfrestur er 4. maí 2021 og er tengiliðurinn fyrir styrkinn í Árósum, Iben Nørgaard (ibno@edu.au.dk).

Top