Opnað hefur verið fyrir umsóknir um DAAD styrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þýsku DAAD styrkina. Umsóknir eru rafrænar og hægt er að velja enskt eða þýskt viðmót. Á vefnum er ítarlegur leiðbeiningabæklingur á ensku. Senda þarf meðmæli frá háskólakennara í pósti til DAAD í Bonn (ekki er hægt að skila þeim í sendiráðið).

Umsóknarfrestur er eftirfarandi:

 • Sumarnámskeið í þýsku – 1. desember
 • Styrkur til meinstaranáms í raunvísindum – 1. desember
 • Styrkur til meistaranáms í listum og hönnun 30. nóvember
 • Styrkur til meistaranáms í sviðslistum 31. október
 • Styrkur til meistaranáms í tónlist 15. október
 • Rannsóknastyrkur fyrir doktorsnema, ný-doktora og ungan vísindamenn (12 mánuðir) 1. desember.
 • Rannsóknarstyrkur fyrir doktorsnema, ný-doktora og ungan vísindamenn (1.ágúst 2020-15. janúar 2021) 1. apríl 2020
 • Rannsóknastyrkur fyrir doktorsnema, ný-doktora og ungan vísindamenn (stuttur tími) 31. ágúst og 1. apríl 2020.           
 • Cotutelle rannsóknastyrkur fyrir doktorsnema, ný-doktora og ungan vísindamenn, Styrkurinn byggir á tvíhliða samstarfi Íslendinga og Þjóðverja – 1. desember
 • Rannsóknastyrkur fyrir háskólanema og vísindamenn – 31. ágúst og 1. apríl 2020
 • Endur-umsókn um áður veittan styrk – 31. ágúst og 1. apríl 2020
Top