Hver háskóli á Íslandi hefur sinn alþjóðafulltrúa eða rekur alþjóðaskrifstofu sem aðstoðar nemendur hverrar stofnunar fyrir sig ef þeir hyggja á skiptinám eða aðra dvöl erlendis sem tengist námi þeirra við viðkomandi skóla.
Euraxess er samstarfsnet fyrir rannsakendur í Evrópu. Á vef Euraxess er hægt að fá greinargott yfirlit yfir það sem þarf að hafa í huga þegar flutt er til evrópskra landa en einnig er þar leitarsíða að styrkjum og launuðum rannsóknarstöðum út um alla álfuna.
Europass er safnheiti yfir staðlaða menntunar- og starfshæfnimöppu. Meginmarkmiðið með Europass er að auðvelda gegnsæi menntunar og starfsreynslu, bæði heima og að heiman. Europass er einnig ætlað að auðvelda samhæfingu prófskírteina og viðurkenninga.
Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar hefur þann megintilgang að miðla evrópskri vídd í náms og starfsráðgjöf og undirstrika mikilvægi hennar. Í þessi samhengi er náms- og starfsráðgjöf séð sem tæki til þess að auka möguleika fólks til að læra og vinna innan allra landa Evrópu og að fá hvervetna metna reynslu sína og hæfni. Sambærilegar Evrópumiðstöðvarnar eru starfræktar í öllum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins og mynda samstarfsnetið Euroguidance sem heldur úti upplýsingavef þar sem finna má t.d. yfirlit yfir náms- og starfsráðgjöf í flestum löndum Evrópu og rafrænt fréttabréf um nýjungar á sviði náms- og starfsráðgjafar.
Fulbright stofnunin á Íslandi hefur verið starfrækt síðan 1957 samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og Bandaríkjanna. Markmið hennar er að stuðla að samstarfi ríkjanna á sviði mennta, vísinda og lista. Stofnunin rekur styrkjaáætlun og EducationUSA ráðgjafamiðstöð. Áhugasamir um nám eða fræðistörf í USA eru hvattir til að hafa samband: adviser@fulbright.is.
Norðurlandaráð rekur upplýsingaskrifstofu í hverju Norðurlandanna fimm og heldur úti upplýsingavefnum Info Norden. Þar er að finna margvíslegar hagnýtar upplýsingar um flutning til Norðurlandanna og búsetu þar.
Norsku námsmannasamtökin ANSA voru stofnuð árið 1956 og eru meðlimir samtakanna nú um 9.500 og stunda þeir nám í yfir 90 löndum. Aðalhlutverk samtakanna er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og að auka skilning á námi erlendis. Samtökin halda úti öflugum upplýsingavef og hafa gefið SINE leyfi til að nota margvíslegar upplýsingar af honum sem finna má á þessum vef.
Dönsku námsmannasamtökin DSA voru stofnuð í ágúst árið 2012 og eru meðlimir samtakanna dreifðir um allan heim, allt frá menntaskólanemum til doktorsnema. Þau eru ötulir talsmenn náms erlendis og styðja við danska námsmenn sem sækja sér nám utan landsteinana með margvíslegum hætti. Lesa má meira um samtökin á vefsíðu þeirra: Danish Students Abroad
Eurogudaince, Europaqss, Eurodesk og Erasmus+ í Danmörku halda úti öflugum upplýsingavef um nám erlendis sem kallaður er Grib verden. Vefnum er fyrst og fremst ætlað að veita náms- og starfsráðgjöfum og öðrum þeim sem aðstoða fólk við val á námi erlendis upplýsingar um nám í hverju landi fyrir sig og hvað þarf að hafa í huga við búsetu þar. Rannís fékk leyfi til að nota upplýsingar af þessum vef fyrir farabara.is.
Swedish International Students and Alumni eru námsmannasamtök í Svíþjóð. Samtökin eru rekin af sænskum námsmönnum sem eru í námi erlendis og vilja deila reynslu sinni til þeirra sem hyggja á slíkt nám í framtíðinni.
Kilroy er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu og vörum sem sérsniðnar eru að ungu fólki og námsmönnum. Þeir aðstoða ungt fólk að kostaðarlausu, námsmenn og alla aðra ævintýragjarna við að kanna lífið í gegnum ferðalög og nám. Þeir starfa með skólum víðsvegar um heiminn. Hægt er að skoða framboð þeirra hér.