Samstarfsaðilar

Hér er hægt að lesa nánar um samstarfsaðila Farabara og þá stuðningsvefi sem námsfólk getur nýtt sér í leit að tækifærum erlendis.

logo

SÍNE

Hlutverk SÍNE er að standa vörð um hagsmuni íslenskra nemenda erlendis en SÍNE hefur öðlast traustan sess í íslenska stjórnkerfinu. SÍNE er ábyrgur aðili sem hlustað er á og leitað til um álit á málum er varða námsmenn almennt. Sem SÍNE-félagi getur þú því haft raunveruleg áhrif á mikilvæg málefni.
Málgagn SÍNE, Sæmundur, kemur út  rafrænt 1-2 sinnum á ári. Greinar um hagsmunamál, fréttaannálar úr starfi félagsins og aðrar gagnlegar upplýsingar eru meðal efnis í blaðinu.

Eitt hlutverk SÍNE er að fylgjast með lánakjörum íslenskra nemenda erlendis, m.a. með aðild sinni að stjórn Menntasjóðs námsmanna. Menntasjóður námsmanna, áður LÍN, hefur tengst baráttumálum SÍNE í gegnum tíðina. Í samvinnu við hinar námsmannahreyfingarnar hefur jákvæðum breytingum verið komið til leiðar. SÍNE félagar hafa verið duglegir að koma með ábendingar og hafa leitað til SÍNE með sín áhyggjuefni og vafamál. Þessar ábendingar hafa svo seinna orðið undirstaðan að leiðréttingu á þeirra hag og annarra í sömu stöðu.

Öflugt hagsmunapólítískt starf er forsenda fyrir viðunnandi lánakjörum íslenskra námsmanna erlendis. Því stærri hópur sem stendur að baki SÍNE, því meiri áhrif geta samtökin haft á pólitískar ákvarðanir sem snerta fjárhag hvers og eins.

Reynsla annarra af hagnýtum atriðum varðandi búsetu í öðrum löndum hefur oft orðið til að létta námsfólki á leið út í nám róðurinn. SÍNE getur oft komið tilvonandi námsmönnum í samband við þá sem þegar eru við nám víða um heim, sem gætu veitt námsmönnum upplýsingar.

SÍNE félagar njóta afsláttarkjara við flutning á búslóð erlendis.

logo

Eurodesk

Eurodesk er stuðningsáætlun við Erasmus+ sem hefur það hlutverk að miðla upplýsingum um Erasmus+ til ungs fólks og þeirra sem starfa með ungu fólki. Eurodesk á Íslandi starfar náið með Farabara.is enda bæði hýst hjá Rannís.

logo

Europass

Europass er safnheiti yfir staðlaða menntunar- og starfshæfnimöppu. Meginmarkmiðið með Europass er að auðvelda gegnsæi menntunar og starfsreynslu, bæði heima og að heiman. Europass er einnig ætlað að auðvelda samhæfingu prófskírteina og viðurkenninga.

logo

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar hefur þann megintilgang að miðla evrópskri vídd í náms og starfsráðgjöf og undirstrika mikilvægi hennar. Í þessu samhengi er náms- og starfsráðgjöf séð sem tæki til þess að auka möguleika fólks til að læra og vinna innan allra landa Evrópu og að fá hvervetna metna reynslu sína og hæfni. Sambærilegar Evrópumiðstöðvarnar eru starfræktar í öllum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins og mynda samstarfsnetið Euroguidance sem heldur úti upplýsingavef þar sem finna má t.d. yfirlit yfir náms- og starfsráðgjöf í flestum löndum Evrópu og rafrænt fréttabréf um nýjungar á sviði náms- og starfsráðgjafar.

logo

Halló Norðurlönd

Norðurlandaráð rekur upplýsingaskrifstofu í hverju Norðurlandanna fimm og heldur úti upplýsingavefnum Info Norden. Þar er að finna margvíslegar hagnýtar upplýsingar um flutning til Norðurlandanna og búsetu þar.

Norrænir vefir fyrir fólk í námi

logo

ANSA

Norsku námsmannasamtökin ANSA voru stofnuð árið 1956 og eru meðlimir samtakanna nú um 9.500 og stunda þeir nám í yfir 90 löndum. Aðalhlutverk samtakanna er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og að auka skilning á námi erlendis. Samtökin halda úti öflugum upplýsingavef og hafa gefið SINE leyfi til að nota margvíslegar upplýsingar af honum sem finna má á þessum vef.

Annað

logo

Kilroy

Kilroy er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu og vörum sem sérsniðnar eru að ungu fólki og námsmönnum. Þeir aðstoða ungt fólk að kostaðarlausu, námsmenn og alla aðra ævintýragjarna við að kanna lífið í gegnum ferðalög og nám. Þeir starfa með skólum víðsvegar um heiminn. Hægt er að skoða framboð þeirra hér.