Styrkir frá japanska sendiráðinu

Japanska sendiráðið auglýsir eftirfarandi styrki fyrir námsárið 2022:
  1.  Styrkur til fulls náms eða rannsókna á framhaldsstigi. Hægt er að velja annað hvort nám eða rannsóknir.
  2. Styrkur til náms á grunnstigi. Hægt er að ljúka fullu háskólanámi á 5 árum.
  3. Styrkur til starfsmenntunar í sérstökum tækniskólum. Hægt er að taka lokapróf í mörgum ólíkum greinum.
Styrkirnir ná til skólagjalda, uppihaldskostnaðar og flugferða fram og til baka. Frekari upplýsingar eru á Facebook og vefsvæði sendiráðsins.
Top