Styrkir í boði til Eistlands

Menntamálaráðuneyti Eistlands auglýsir styrki í boði fyrir Íslendinga.

Um er að ræða eftirfarandi styrki:

  • Styrkir fyrir heimsóknir háskólastarfsfólks: styrkir fyrir ferðir háskólastarfsmanna til eistneskra háskóla skólaárið 2021-2022. Umsóknarfrestur er 1. maí 2021.
  • Styrkir fyrir sumarskóla: styrkir fyrir námsmenn sem taka þátt í sumarnámskeiðum í eistneskum háskólum sumarið 2021. Umsóknarfrestur er 1. maí 2021.
  • Styrkir fyrir erlenda nema: Styrkir fyrir nemendur í fullu námi eða skiptinámi sem sækja nám við eistneska háskóla skólaárið 2021-2022. Opnað er fyrir umsóknir 1. ágúst en umsóknarfrestur er 1. september 2021.

Nánari upplýsingar má finna á vef Study in Estonia og í skjalinu hér fyrir neðan.

Sótt er um styrki í gegnum vefinn https://taotlused.edu.eei

Top