Styrkir til grunn- eða framhaldsnáms á Indlandi

Sendiráð Indlands í Reykjavík auglýsir nokkra veglega styrki til grunn- eða framhaldsnáms á Indlandi.

  • Annars vegar er um að ræða styrki til náms í almennum háskólagreinum s.s. viðskiptafræði og bókmenntafræði og hins vegar til náms í greinum sem tileinkaðar eru indverskri menningu s.s. kvikmyndafræði, dansi, myndlist o.s.frv.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl og sótt er um í gegnum vefsíðuna http://a2ascholarships.iccr.gov.in/

Umsækjendum er einnig bent á að hafa samband beint við sendiráðið fyrir frekari upplýsingar um námsgreinar og hugsanlega háskóla, með tölvupósti til admn.reykjavik@mea.gov.in .
Sendiráð Indlands er við Túngötu 7.

Hægt er að lesa nánar um styrkina hér: 

Top