Styrkir til náms í Frakklandi

Franska sendiráðið á Íslandi auglýsir styrki til náms í Frakklandi fyrir skólaárið 2021/2022. Tekið er á móti umsóknum til föstudagsins 21. maí næstkomandi. Styrkirnir, sem í boði eru, ná til allra fræðasviða en eru eingöngu ætlaðir nemendum í meistara- eða doktorsnámi sem hyggjast stunda að minnsta kosti tveggja missera nám í Frakklandi. Upplýsingar um umsóknarferlið er að finna á heimasíðu franska sendiráðsins.
Top