Styrkir til rannsókna í Frakklandi – opið fyrir umsóknir

Evrópu- og utanríkisráðuneyti Frakklands býður upp á styrki til rannsókna í Frakklandi, undir áætlun Emmanuel Macrons Frakklandsforseta sem ber nafnið “Make Our Planet Great Again”.

Þema styrkjaáætlunarinnar er “One health” – en kallið er þverfræðilegt og er opið fyrir alla umsækjendur sem eru með doktorsgráðu og hafa útskrifast á síðustu 5 árum (þ.e. fluttu doktorsvörn sína á tímabilinu maí 2016 til apríl 2021).

40 styrkir verða veittir rannsakendum en tímabilið er 12 mánuðir frá janúar 2022.

Eftirfarandi er innifalið í styrknum

  • Mánaðargreiðsla að upphæð 2500 evrum
  • Ferðakostnaður að upphæð 500 evrum
  • Almannatryggingar
  • Sjúkratryggingar

Umsóknarfrestur er 8. maí. Nánari upplýsingar má finna hér.

Top