Lettnesk stjórnvöld veita á hverju ári styrki til nemenda eða starfsfólks háskóla sem búsett eru á Íslandi og vilja stunda háskólanám eða rannsóknir í Lettlandi. Einnig er hægt að sækja um styrki fyrir sumarskóla sem háskólar í Lettlandi standa fyrir. Umsóknarfrestur er 1. apríl ár hvert og er auglýstur undir fréttir og tilkynningar á forsíðu Farabara. Frekari upplýsingar fyrir erlenda nemendur í Lettlandi.