Árlega eru veittir 10 - 15 styrkir úr Canon Foundation Research Fellowships sjóðnum til náms og rannsókna í öllum greinum. Tilgangurinn er að leggja fram stuðning við vísindi, sérstaklega sem viðkemur samskiptum Japans og Evrópu. Styrkirnir eru ætlaðir Japönum og Evrópubúum og eru veittir til eins árs. Þetta eru ekki styrkir fyrir grunnnám. Umsækjendur leggi inn umsókn ásamt meðmælum frá tveim aðilum, ferilskrá, ritaskrá, staðfest afrit af prófskírteinum, ásamt tveimur ljósmyndum. Nánari upplýsingar hér