Hægt er að sækja um styrki frá bresku ríkisstjórninni til mastersnáms í breskum háskólum sem geta numið allt að 10.000 GBP. Umsóknarfrestur er í nóvember hvert ár en nánari dagsetning er birt á vef styrksins. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Chevening.
Árin 2022-2025 verður einnig veittur einn sérstakur STEM styrkur á ári til nemenda sem stundar nám í vísindum (STEM) við breskan háskóla. Styrkurinn er samstarf UKSA (geimvísindastofnun Bretlands) og mennta- og menningarmálaráðuneytis Íslands. Nánari upplýsingar um styrkinn má finna hér.