Háskólanemendur geta sótt um Erasmus+ styrk til þess að fara í skiptinám innan Evrópu í 3-12 mánuði. Einni er hægt að fá styrk til þess að fara í starfsnám. Athugið að allir þeir sem fá styrk fyrir tveggja mánaða dvöl eða lengur þurfa að fara í sérstakt tungumálamat til að eiga rétt á ókeypis tungumálakennslu meðan á dvöl þeirra stendur.
Nánari upplýsingar um styrkinn má finna hér.