Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar var stofnaður með erfðaskrá Önnu Jónsdóttur ljósmyndara í Hafnarfirði. Hlutverk sjóðsins er "að styrkja til framhaldsnáms efnilegt námsfólk sem hefur lokið fullnaðarprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði". Anna Jónsdóttir var dóttir fyrsta skólastjóra Flensborgarskólans, Jóns Þórarinssonar, og með þessari ráðstöfun á eignum sínum vildi hún halda nafni og minningu hans á lofti. Hægt er að finna nánari upplýsingar á heimasíðu Flensborgarskóla. Einnig gefur skólameistari frekari upplýsingar í síma 565-0400. Fyrirspurnir má senda á netfangið maggi@flensborg.is.