Styrkirnir eru ætlaðir jarðefnafræðingum, verkfræðingum, arkitektum, tæknifræðingum og iðnaðarmönnum til framhaldsnáms, svo og til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum. Við mat á því hvort umsækjandi skuli hljóta styrk, skal lagt til grundvallar hvort framhaldsnám umsækjanda eða rannsóknir geti stuðlað að raunhæfum framförum í þeirri grein sem um ræðir. Nánari upplýsingar um styrkina hér.
Senda á umsóknir í ábyrgðarpósti til
Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr,
Laugavegi 15,
101 Reykjavík
Einnig er hægt að koma umsóknum til skila í lokuðu umslagi til styrktarsjóða Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Frank Óskar Pitt viðskiptafræðingur, fopitt@outlook.com umsjónarmaður sjóðsins.