Misjafnt er hversu mikið af fylgigögnum þarf að fylgja umsókn um háskólanám erlendis. Væntanlegir nemendur þurfa að vera viðbúin því að framvísa sumu eða öllu af eftirfarandi:
- Staðfestum (stimpluðum) afritum af prófskírteinum úr fyrra námi. Séu þau ekki til á tungumáli þess lands þar sem sótt er um nám, getur verið að skólinn biðji um skjal þýtt af löggiltum skalaþýðanda.
undefined - Ferilskrá. Æskilegt er að hún sé á því tungumáli sem námið fer fram á. Europass ferilskráin er vefur sem býður notendum að gera prófíl með öllum sínum náms- og starfsupplýsingum og út frá prófílnum útbýr vefurinn eins margar stílhreinar ferilskrár á pdf formi og notandinn óskar. Europass ferilskráin er til á öllum tungumálum Evrópu.
- Verkefnamappa (e. portfolio). Þeir sem hyggjast á ákveðið iðnnám eða listnám erlendis gætu þurft að hafa portfolio með fyrri verkefnum með umsókninni.
- Staðfesting þess að viðkomandi geti fjármagnað námið. Hana er annað hvort hægt að fá frá viðskiptabanka sínum eða hjá Menntasjóði námsmanna.
- Kynningarbréf (e. letter of motivation) þar sem útskýrt er af hverju sótt er um nám í viðkomandi skóla. Bréfið á að vera faglegt og málefnalegt og um er að gera að hrósa viðkomandi skóla og deild, án þess samt að gera of mikið úr hlutunum. Gott getur verið að leita að dæmum um slík bréf í gegnum leitarvélar á netinu og æfa sig í að skrifa slík. Ekki gleyma að fá einhvern til að lesa það svo yfir.
- Meðmælabréf frá kennara eða öðrum sem þekkir faglega hæfni umsækjanda.
Yfirlit yfir sjúkratryggingu. Í Evrópu er nægilegt að vera með evrópska sjúkratryggingarkortið en utan Evrópu, eins og t.d. í Bandríkjunum er nauðsynlegt að kaupa sér aukatryggingu.