Styrkir til náms í Bandaríkjunum
American-Scandinavian Foundation Fellowship styrkir fyrir Íslendinga til náms í Bandaríkjunum eru núna í umsjón Fulbright stofnunarinnar. Þessir styrkir hétu áður Thor Thors styrkir en Íslensk-ameríska félagið sem sá um styrkina hér á landi hefur verið lagt niður.
Fyrir skólaárið 2025-2026 verða veittir tveir styrkir að upphæð USD 15.000 til framhaldsnáms eða rannsókna í öllum námsgreinum við bandaríska háskóla.
Umsóknarfrestur um American-Scandinavian Foundation Fellowship er 14. október 2024 fyrir skólaárið 2025-2026. Ath. að umsóknarfrestur um ASF styrki hefur verið mun síðar undanfarin ár .
Sótt er um í gegnum rafrænt umsóknarkerfi ASF https://amscan.secure-platform.com/a/solicitations/95/home , en nánari upplýsingar um styrkina má finna á heimasíðu Fulbright stofnunarinnar hér: https://fulbright.is/asf-fellowship/