Samtökin veita árlega 57 styrki til erlendra kvenna til framhaldsnáms eða rannsókna í Bandaríkjunum. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð eftir 1. ágúst ár hvert og sækja þarf um fyrir 1. desember fyrir næsta skólaár þar á eftir. Styrkur fyrir erlendar konur kemur úr sjóði sem kallast “International Fellowships”. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu AAUW […] Lesa nánar...
CIMA er bandarískur skóli á sviði fjármálstjórnunar, þar er hægt að sækja um rannsóknarstyrki við skólann. Upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu skólans. Lesa nánar...
Námsstyrkur við University of Miami, Flórída. Cobb styrkurinn er til framhaldsnám í öllum greinum nema læknisfræði og er laus til umsóknar á haustin. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Fulbright stofnunarinnar á Íslandi. Lesa nánar...
Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna á sviði landbúnaðar. Lögð er áhersla á að verkefnin séu til þess fallin að auka framleiðni og arðsemi í landbúnaði. Forgang njóta verkefni sem efla nýsköpun. Nánari upplýsingar: Framleiðnisjóður Landbúnaðarins, fl@fl.is. Lesa nánar...
Styrkurinn stendur straum af kostnaði vegna eins árs náms við lagadeild Harvard háskóla. Lögfræðingum með a.m.k. eins árs starfsreynslu, sem og þeim sem eru að ljúka laganámi er bent á að sækja um styrkinn. Boas styrkurinn er laus til umsóknar á haustin. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Fulbright stofnunarinnar á Íslandi. Lesa nánar...
Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar var stofnaður með erfðaskrá Önnu Jónsdóttur ljósmyndara í Hafnarfirði. Hlutverk sjóðsins er “að styrkja til framhaldsnáms efnilegt námsfólk sem hefur lokið fullnaðarprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði”. Anna Jónsdóttir var dóttir fyrsta skólastjóra Flensborgarskólans, Jóns Þórarinssonar, og með þessari ráðstöfun á eignum sínum vildi hún halda nafni og minningu hans á lofti. Hægt […] Lesa nánar...
Fulbright stofnunin á Íslandi veitir árlega að jafnaði 6-8 íslenskum námsmönnum styrki til master- eða doktorsnáms í Bandaríkjunum. Í boði eru almennir Fulbright styrkir að upphæð 15.000 USD fyrir mastersnám sem tekur minnst tvö ár eða doktorsnám, en 7.500 USD fyrir eins árs mastersnám. Gert er ráð fyrir því að styrkþegarnir séu “góðir fulltrúar lands og þjóðar” […] Lesa nánar...
Hagþenkir – félag höfunda fræðirita og kennslugagna veitir eftirfarandi styrki: Ferða- og menntunarstyrki Starfsstyrkir og þóknanir vegna ritstarfa Starfsstyrkir og þóknanir vegna fræðslu- og heimildarmynda Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru á vefsíðu Hagþenkis. Lesa nánar...
Til að sækja um Haystack listastyrkinn þarf að leggja inn eftirfarandi gögn: Útfyllta umsókn á ensku. Prófskírteini úr því námi sem að umsækjandi hefur lagt stund á. Meðmælabréf í lokuðu umslagi. Sýnishorn af verkum umsækjanda, t.d. ljósmyndir. Umsóknir og gögn skal merkja og senda, eigi síðar en 1. mars ár hvert. Umsóknareyðublöð má sækja á s þar […] Lesa nánar...
Hrafnkelssjóður var stofnaður 1930 af hjónunum Ólafíu Guðfinnu Jónsdóttur og Einari Þorkelssyni til minningar um son þeirra Hrafnkel Einarsson stud.polit. Styrk úr sjóðnum er úthlutað annað hvert ár, (þó er sú ákvörðun bundin við sjóðsstjórn). Úthlutað var árið 2013. Hlutverk Hrafnkelssjóðs er að veita íslenskum stúdentum styrk, þeim sem þess þurfa, til að sækja nám […] Lesa nánar...
The Leifur Eiríksson Foundation styrki til Íslendinga til að stunda rannsóknir eða doktorsnám í bandarískum háskólum. Hver styrkur nemur allt að $25.000. Einn styrkur (Minngarsjóður Robert Kelloggs/The Robert Kellogg Memorial Scholarship) er til nemanda til að stunda framhaldsnám við University of Virgina. Lesa nánar...
Í skipulagsskrá sjóðsins segir m.a.: “Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða. Stjórn sjóðsins er ennfremur heimilt að veita lán í sama tilgangi.” Skilyrði: Styrkirnir eru ætlaðir jarðefnafræðingum, verkfræðingum, arkitektum, tæknifræðingum og iðnaðarmönnum til framhaldsnáms, svo og til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum. Við mat á því […] Lesa nánar...
Viðskiptaráð veitir styrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) til einstaklinga í framhaldsnámi við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Frekari upplýsingar veitir Viðskiptaráð, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Sími 510 7100. mottaka@vi.is. Lesa nánar...
Úr minningarsjóðnum er yfirleitt úthlutað einu sinni á ári. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal vaxtatekjum hans varið til að veita stúdentum eða kandídötum í íslensku og sagnfræði styrki til einstakra rannsóknaverkefna er tengjast námi þeirra. Umsóknarfrestur rennur út í byrjun maí ár hvert. Umsækjendur skulu gera grein fyrir rannsóknaverkefni sínu og láta drög fylgja umsókn, sé […] Lesa nánar...
Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar veitir eftirtalda styrki: Styrk til að sækja námskeið eða afla sér með öðrum hætti þekkingar á verkalýðshreyfingunni og málefnum launafólks, innanlands eða erlendis. Um er að ræða styrki sem ætlaðir eru til að greiða að hluta til eða öllu leiti skráningargjöld, ferða- og/eða dvalarkostnað. Styrkirnir eru ætlaðir félagsmönnum í stéttarfélögum. Hámarksstyrkur er […] Lesa nánar...
Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar, framkvæmdastjóra, var stofnaður í mars 1951 af ættingjum hans og bekkjarsystkinum, en Hans lést í janúar 1951. Sjóðurinn var stofnaður til að styrkja hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi. Umsókn og fylgiskjöl skulu berast rafrænt á þar til gerðu eyðublaði, á netfangið hansadolf@hjukrun.is fyrir miðnætti þann 1. október úthlutunarár. Staðfesting á skólavist eða fyrirhuguðu […] Lesa nánar...
Minningarsjóður Karls J. Sighvatssonar úthlutar einum námsstyrk árlega til handa efnilegum nemanda sem hyggur á framhaldsnám erlendis í orgel- eða hljómborðsleik. Auglýst er eftir umsóknum í kring um miðjan apríl ár hvert. Tilkynnt er um úthlutun fyrir 1. júní og afhending styrks á sér stað eigi síðar en 1. september. Nánari upplýsingar: Stjórn sjóðsins skipa […] Lesa nánar...
Tilgangur sjóðsins er að veita verðlaun hjúkrunarfræðingum sem skarað hafa fram úr í námi og sýnt sérstaka hæfileika til hjúkrunarstarfa. Sjóðurinn veitir einnig styrki til framhaldsnáms í hjúkrun. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, sími: 540 6400, bréfsími: 540 6401 netfang: hjukrun@hjukrun.is. Skrifstofan er opin alla virka daga frá […] Lesa nánar...
Minningarsjóðurinn styrkir efnilega en efnalitla stúdenta til náms við Háskóla Íslands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar eru á vef Háskóla Íslands. Lesa nánar...
Rétt til þess að sækja um ferða- og menntunarstyrki hafa þeir myndhöfundar sem hafa verið félagsmenn í Myndstefi í a.m.k. eitt ár enda hafi þeir veitt samtökunum umboð til þess að annast sameiginlega hagsmunagæslu fyrir sína hönd. Styrki skal veita til ferða sem umsækjandi fer vegna starfa sinna sem myndhöfundur eða til að leita sér […] Lesa nánar...
Rótarýfélagar í Georgíufylki í Bandaríkjunum veita árlega 70-80 styrki til eins árs náms í háskóla í fylkinu, og Íslendingum er boðið að sækja um þá. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-24 ára, vera góðir námsmenn og hafa lokið stúdentsprófi þegar styrktímabil hefst. Börn Rótarýfélaga geta sótt um til jafns við aðra, en Georgíumenn ákveða í […] Lesa nánar...
Árlega standa íslenskum stúdentum sem hyggja á framhaldsnám í byggingar- og umhverfisverkfræði við University of Washington í Seattle nokkrir námsstyrkir til boða. Styrkirnir koma úr sjóð The Valle Scandinavian Exchange Program og hafa stúdentar við Háskóla Íslands aðgang að sjóðnum. Styrkfjárhæð er í eitt ár en unnt er að sækja um framlengingu á styrknum ef námið gengur […] Lesa nánar...
Samkvæmt samningi milli Háskóla Íslands og Minnesotaháskóla verður veittur 1 styrkur til íslenskra námsmanna til þess að stunda nám við Minnesotaháskóla. Styrkurinn nemur skólagjöldum og dvalarkostnaði. Umsækjendur skulu hafa stundað nám við Háskóla Íslands og ganga þeir fyrir sem eru í framhaldsnámi við Háskóla Íslands og hyggjast taka eitt ár erlendis í skiptinámi við Minnesóta […] Lesa nánar...
Félagskonur ganga fyrir um styrki. Styrkirnir eru auglýstir í dagblöðum og fréttablaði félagsins að vori, og veittir að hausti. Umsækjendur skulu skila ítarlegum umsóknum ásamt afriti af prófskírteinum. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða en umsóknir skulu stílaðar á: Félag íslenskra háskólakvenna, Pósthólf 327, 121 Reykjavík. Sjá einnig Félag háskólakvenna. Lesa nánar...
Umsækjendur skulu vera íslenskir ríkisborgarar og hafa lokið (eða ljúka í vor) námi til fyrstu gráðu á háskálastigi (B.A., B.Sc., B.Ed., eða sambærilegri gráðu). Til að sækja um styrkinn þarf að leggja inn eftirfarandi gögn: Útfyllta umsókn á ensku. Staðfest ljósrit af einkunnum og prófskírteini Tvö meðmælabréf í lokuðu umslagi frá meðmælanda sem send eru […] Lesa nánar...
Veitir styrki til doktorsnáms (ritgerðar). Styrkirnir eru veittir til rannsókna á öllum sviðum mannfræðinnar og til verkefna hvar sem er í heiminum. Umsóknin verður að koma sameiginlega frá þeim sem sækist eftir gráðunni og prófessor eða öðrum umsjónarmanni ritgerðarinnar. Umsóknarfrestir renna út 1. maí og 1. nóvember. Nánari upplýsingar fást hjá Wenner-Gren Foundation for Anthropological […] Lesa nánar...