Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar var stofnaður með erfðaskrá Önnu Jónsdóttur ljósmyndara í Hafnarfirði. Hlutverk sjóðsins er “að styrkja til framhaldsnáms efnilegt námsfólk sem hefur lokið fullnaðarprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði”. Anna Jónsdóttir var dóttir fyrsta skólastjóra Flensborgarskólans, Jóns Þórarinssonar, og með þessari ráðstöfun á eignum sínum vildi hún halda nafni og minningu hans á lofti. Hægt […] Lesa nánar...
Styrkurinn er ætlaður þeim sem lokið hafa B.A.-gráðu eða sambærilegu prófi við viðurkenndan háskóla. Umsækjendur þurfa að hafa lágmarkseinkunn B+ að meðaltali eftir tveggja ára nám. Sótt er um styrkinn beint til þeirrar deildar sem nám mun hefjast við. Upplýsingar um námsferil skulu fylgja umsókn. Styrkfjárhæð – heildarupphæð styrks er 16.000 USD til doktorsnáms, 12.000 […] Lesa nánar...
Hagþenkir – félag höfunda fræðirita og kennslugagna veitir eftirfarandi styrki: Ferða- og menntunarstyrki Starfsstyrkir og þóknanir vegna ritstarfa Starfsstyrkir og þóknanir vegna fræðslu- og heimildarmynda Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru á vefsíðu Hagþenkis. Lesa nánar...
Hrafnkelssjóður var stofnaður 1930 af hjónunum Ólafíu Guðfinnu Jónsdóttur og Einari Þorkelssyni til minningar um son þeirra Hrafnkel Einarsson stud.polit. Styrk úr sjóðnum er úthlutað annað hvert ár, (þó er sú ákvörðun bundin við sjóðsstjórn). Úthlutað var árið 2013. Hlutverk Hrafnkelssjóðs er að veita íslenskum stúdentum styrk, þeim sem þess þurfa, til að sækja nám […] Lesa nánar...
Í skipulagsskrá sjóðsins segir m.a.: “Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða. Stjórn sjóðsins er ennfremur heimilt að veita lán í sama tilgangi.” Skilyrði: Styrkirnir eru ætlaðir jarðefnafræðingum, verkfræðingum, arkitektum, tæknifræðingum og iðnaðarmönnum til framhaldsnáms, svo og til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum. Við mat á því […] Lesa nánar...
Viðskiptaráð veitir styrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) til einstaklinga í framhaldsnámi við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Frekari upplýsingar veitir Viðskiptaráð, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Sími 510 7100. mottaka@vi.is. Lesa nánar...
Úr minningarsjóðnum er yfirleitt úthlutað einu sinni á ári. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal vaxtatekjum hans varið til að veita stúdentum eða kandídötum í íslensku og sagnfræði styrki til einstakra rannsóknaverkefna er tengjast námi þeirra. Umsóknarfrestur rennur út í byrjun maí ár hvert. Umsækjendur skulu gera grein fyrir rannsóknaverkefni sínu og láta drög fylgja umsókn, sé […] Lesa nánar...
Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar veitir eftirtalda styrki: Styrk til að sækja námskeið eða afla sér með öðrum hætti þekkingar á verkalýðshreyfingunni og málefnum launafólks, innanlands eða erlendis. Um er að ræða styrki sem ætlaðir eru til að greiða að hluta til eða öllu leiti skráningargjöld, ferða- og/eða dvalarkostnað. Styrkirnir eru ætlaðir félagsmönnum í stéttarfélögum. Hámarksstyrkur er […] Lesa nánar...
Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar, framkvæmdastjóra, var stofnaður í mars 1951 af ættingjum hans og bekkjarsystkinum, en Hans lést í janúar 1951. Sjóðurinn var stofnaður til að styrkja hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi. Umsókn og fylgiskjöl skulu berast rafrænt á þar til gerðu eyðublaði, á netfangið hansadolf@hjukrun.is fyrir miðnætti þann 1. október úthlutunarár. Staðfesting á skólavist eða fyrirhuguðu […] Lesa nánar...
Tilgangur sjóðsins er að veita verðlaun hjúkrunarfræðingum sem skarað hafa fram úr í námi og sýnt sérstaka hæfileika til hjúkrunarstarfa. Sjóðurinn veitir einnig styrki til framhaldsnáms í hjúkrun. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, sími: 540 6400, bréfsími: 540 6401 netfang: hjukrun@hjukrun.is. Skrifstofan er opin alla virka daga frá […] Lesa nánar...
Minningarsjóðurinn styrkir efnilega en efnalitla stúdenta til náms við Háskóla Íslands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar eru á vef Háskóla Íslands. Lesa nánar...
Rétt til þess að sækja um ferða- og menntunarstyrki hafa þeir myndhöfundar sem hafa verið félagsmenn í Myndstefi í a.m.k. eitt ár enda hafi þeir veitt samtökunum umboð til þess að annast sameiginlega hagsmunagæslu fyrir sína hönd. Styrki skal veita til ferða sem umsækjandi fer vegna starfa sinna sem myndhöfundur eða til að leita sér […] Lesa nánar...
Nordic Association for Canadian Studies býður árlega fram nemendastyrk (the NACS/ANEC Student Scholarship in Canadian Studies). Styrkurinn er ætlaður norrænum nemanda sem stundar nám á háskólastigi. Markmiðið er að gera honum kleift að dvelja um tíma í Kanada og safna efni til rannsóknaverkefnis eða ritgerðar. NACS leggur áherslu á að verkefnið eða ritgerðin geti nýst […] Lesa nánar...
Stúdentum á aldrinum 23 – 30 ára, sem lokið hafa grunnháskólanámi, býðst að sækja um styrki til náms í 9 mánuði við McGill háskólann í Kanada. Nemendur fá ekki einingar fyrir námið en fá leyfi til að sitja þau námskeið á grunn- og framhaldsstigi sem þeir óska eftir, auk þess að taka þátt í sérsniðinni […] Lesa nánar...
Stjórn Ontario veitir 1000 erlendum stúdentum sem sýna framúrskarandi árangur í námi möguleika á lægri skólagjöldum. Háskólarnir veita sjálfir undanþágurnar og stúdentar ættu að spyrjast fyrir um þær þegar þeir sækja um skólavist. Stjórn Ontario veitir einnig erlendum stúdentum í framhaldsnámi 60 námsstyrki. Umsóknarfrestur er um miðjan nóvember. Nánari upplýsingar veitir: Ontario Graduate Scholarship Program, […] Lesa nánar...
Styrknum er ætlað að efla framhaldsnám í stjórnmálafræði, hagfræði eða sagnfræði í alþjóðlegu tilliti við háskólann í Manitoba. Styrkurinn er ætlaður þeim sem lokið hafa B.A.-gráðu eða sambærilegu prófi við viðurkenndan háskóla. Umsækjendur þurfa að hafa lágmarkseinkunn B+ að meðaltali eftir tveggja ára nám. Styrkupphæð nemur 17.000 CAD. Umsóknareyðublað er á heimasíðu sjóðsins. Umsóknarfrestur rennur út […] Lesa nánar...
Vanier CGS býður styrki til doktorsnáms í kanadískum háskólum. Hver styrkur er að andvirði 50.000 kanadískra dollara í 3 ár. Upplýsingar um umsóknarfrest, umsóknareyðublöð og skilyrði er að finna á heimasíðu Vanier CGS. Lesa nánar...
Rannsóknastyrkir, einkum á sviði vélaverkfræði (vacuum science techniques) eru veittir til erlendra umsækjenda sem hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði. Rannsóknaráætlun sem hefur verið samþykkt af yfirmanni rannsóknastofnunarinnar á að fylgja umsókninni. Umsækjendur skulu a.m.k. hafa B.S.-próf en þeir sem hafa doktorsgráðu ganga fyrir öðrum. Styrkfjárhæð Heildarupphæð styrksins er um 15.000 $ sem greiðist […] Lesa nánar...