Nám erlendis
Leiðarvísir í þremur skrefum
Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar á að sækja um nám erlendis. Þessi atriði eru flokkuð í þrjú skref, eftir því hvenær í ferlinu þarf að hafa þau í huga.
1.
Að velja nám
Langar þig í nám erlendis? Það er frábært! Strax í upphafi geta vaknað ýmsar spurningar, líkt og hvaða nám eigi að velja og í hvaða landi? Það er margt sem er gott að hafa í huga þegar sú ákvörðun er tekin, eins og hvort námið sé lánshæft og viðurkennt á Íslandi. Hér finnur þú það sem þarf að hafa í huga til að koma þér af stað í ferlinu.
2.
Sækja um nám
Veistu nú þegar hvert þig langar að fara og hvað þig langar að læra? Þá er ekkert annað að gera en að undirbúa umsókn. Skoðaðu þetta skref til að fá upplýsingar um ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar umsóknir eru gerðar, t.d. aðgangskröfur, umsóknarfresti og tungumálapróf.